Kaka - Ferköntuð, stór
Kaka - Ferköntuð, stór
--- ATH að allra minnsti fyrirvari pantanna eru 3 sólarhringar, ef minni fyrirvara er að ræða er hægt að hringja og óska eftir flýtiafgreiðslu --- Flóknar skreytingar þurfa a.m.k. 5 sólarhringa fyrirvara ---
Ferkönntuðu kökurnar okkar eru á einni hæð og eru kökubotnarnir þunnt skornir á 3-5 dásamlegum lögum með kremi á milli laga (fjöldi laga fer eftir stærð sem valin er) og fyllingu inn á milli sé þess óskað. Stærri gerðin af ferköntuðu kökunum er u.þ.b. 30x40 cm.
Kökurnar okkar eru bakaðar með okkar eigin uppskriftum úr hágæða hráefnum og eru flest kremin á listanum gerð með yndislegu, silki mjúku smjörkremi sem inniheldur m.a. íslenskt smjör og bræddan sykur sem kemur út í mjúkri áferð annað en klassíska smjörkremið með flórsykrinum sem íslendingar hafa vanist.
**Ath. ávaxta kremin okkar eru gerð með bragðefnum, sé óskað eftir ekta ávöxtum mælum við með curd eða ferskum ávöxtum í fyllingu ásamt t.d. vanillu kremi**
Innifalið í grunn verðinu getur t.d. verið:
- Sprautaðir krem toppar/rósettur
- Súkkulaði dripp (lekur niður kökuna, hægt að fá litað)
- Áletrun eða einfalt kökuskilti
- 3-4 makkarónur
- Alskonar sprinkles
- Ásetning á blómum eða dóti sem komið er með
- Einfaldar skreytingar
Ath. Ef óskað er eftir flóknari skreytingum og aukahlutum, s.s. karakterum, logo eða þ.h. getur auka kostnaður bæst við.
Auka kostnaður er reiknaður í þrepum og fer eftir tímalengd vinnu við skreytingarnar.
1. þrep - 2.500 kr. 2. þrep - 5.000 kr. 3. þrep 7.500 kr. og svo framvegis.
Þú færð sent tilboð til baka með loka verði pantannar til staðfestingar.
Innsend pöntun er ekki staðfesting á að pöntun verði framkvæmd heldur munum við hafa samband í tölvupósti og pöntunin verður formlega staðfest þegar staðfestingargjald berst - 50% af heildarverði pantanar.
Fyrir frekari upplýsingar endilega kíktu á spurt&svarað, ef þú finnur ekki svörin sem þú ert að leita að ekki hika við að hafa samband eða bóka tíma í ráðgjöf.
Vegan - mjólkur- og eggjalaust
Við bjóðum upp á vegan/mjólkur-eggja lausa súkkulaðibotna. Flest kremin er hægt að gera mjólkur og eggjalaus/vegan en stjörnumerkt krem og fyllingar innihalda mjólkurvörur/egg/dýraafurðir og er EKKI hægt að gera vegan.
Sykurmassinn okkar inniheldur gelatín og er því ekki vegan.
Ef um ofnæmi er að ræða þarf alltaf að taka það fram svo við vitum það fyrir víst.