top of page

Spurt & svarað

- Hér færðu svör við algengum spurningum -

Hvað þarf að panta með löngum fyrirvara?

Flestar pantanir þurfa að berast í allra minnsta lagi 3 sólarhringum fyrir afhendingu svo að pöntunin hafi möguleika á að vera framkvæmd, en hafa ber í huga að svara tölvupóstum strax því að staðfestingargjald þarf einnig að berast 3 sólarhringum fyrir afhendingu.

Kökur með mjög flóknum skreytingum þurfa a.m.k. 5 sólarhringa fyrirvara ásamt frönskum makkarónum.

Við leggjum áherslu á að þetta er allra síðasti fyrirvarinn og við mælum eindreigið með að panta með lengri fyrirvara svo hægt sé að ræða og plana pöntunina betur og tryggja sér pláss því oft hefur gerst að við séum uppbókaðar eitthvað lengra fram í tíman en þessi fyrirvari segir til um.

Hvernig kökur takið þið að ykkur?

Við tökum að okkur kökur fyrir öll tilefni!
Til að nefna nokkur dæmi: Afmælis-, fermingar-, útskriftar-, brúðkaups-, barnasturtu- & kynjakökur ásamt skemmtilegum gæsa og steggja kökum.

Er vesen að skera staflaðar kökur?

Nei alls ekki! Hver hæð af köku kemur á kökuplatta sem stendur á stoðum í kökunni fyrir neðan en ekki á kökunni sjálfri. Þetta gerir það að verkum að lítið mál er að skera sneiðar af kökunni, bara rétt eins og að skera venjulega köku. Byrjað er á efstu hæðinni og þegar hún er búin, þá er sá kökuplatti tekinn af og byrjað er á næstu hæð o.s.frv.

Notið þið venjulegt smjörkrem?

Nei það gerum við ekki.
Flest okkar krem eru í grunnin ítalskt smjörkrem, þar bræðum við sykurinn saman við kremið, í stað þess að notast við hefðbundið krem með flórsykri. Útkoman er silki mjúkt og gómsætt krem. Hafa ber í huga að ávaxta kremin okkar eru gerð með bragðefnum, ef óskað er eftir ekta ávaxta bragði mælum við með að taka fyllingu af ferskum ávöxtum eða ávaxta búðing (curd).

Getið þið gert kökur eftir myndum sem ég sendi ykkur?

Að sjálfsögðu! Við elskum að fá sendar mydnir til að vinna útfrá eða takast á við eitthvað nýtt. En kökurnar okkar eru handgerð verk og því getum við aldrei lofað því að útkoman eða litir verði nákvæmlega eins og beðið er um á myndum. Að sjálfsögðu gerum við okkar besta og munum mögulega leggja okkar útfærslu á til að útkoman verið sem best.

Þarf að geyma kökurnar í kæli?

Kökurnar okkar bragðast lang best við stofuhita, þá er kremið svo silkimjúkt!
Gott er að miða við að hafa kökuna við stofuhita í 2-3 tíma áður en hún er borðuð.
Ef veislan er ekki samdægurs er gott að geyma kökuna í kæli, einnig ef kakan er með mousse en ekki kremi þá þarf hún að vera í kæli þar til hún er borðuð.
(Sykurmassa fígúrur þarf að taka af, þær geta lekið í kæli)

Hvaða stærð af köku á ég að taka?

Við reiknum með að 20 manna kaka fari í 20 sneiðar, þannig að okkar meðmæli eru alltaf að taka köku sem samsvarar fjöldanum í veislunni (kannski sniðugt að reikna með 1/2 sneið per barn).
En þetta þarf hver og einn að meta út frá sinni veislu, ef mjög mikið er í boði af öðrum mat þá mætti áætla að þyrfti minni köku í sumum tilfellum en alls ekki öllum.
Kökur eru líka breytilegar í útliti eftir því fyrir hve marga kakan á að vera, t.d. ef þú vilt fá 3ja hæða köku þá þarf hún a.m.k. að vera fyrir 40 manns eða fleiri þannig gott er að hafa útlitið í huga við val á stærð, þær upplýsingar er að finna á vefversluninni.

Get ég pantað veislurétti á staðnum og fengið aðstoð?

Að sjálfsögðu viljum við veita eins mikla aðstoð og þarf, ef þú ert með nokkrar spurningar en getur pantað sjálf/ur á vefverslun þá er þér velkomið að kíkja til okkar og spurja í afgreiðslu, hringja, senda okkur skilaboð eða e-mail.
Við viljum að allar pantanir fari í gegnum vefverslunina okkar svo að við höfum allar pantanir á sama stað og ekkert gleymist, einnig eru skilmálar sem þarf að samþykkja.
Að taka við köku pöntun á staðnum getur verið flókið og tímafrekt, því það eru mikið af upplýsingum sem þarf. 
Þar sem það vinna fáir kökuskreytarar hjá okkur eins og er, þær eru einu sem geta tekið við slíkum pöntunum, og oft eru þær mjög uppteknar, þá þarf að bóka tíma í aðstoð við pöntun og kostar það 2.000 kr.- 
Þá getum við tryggt það að þú fáir sem besta þjónustu, og við munum setjast niður saman, ræða pöntunina, setja hana inn í vefverslun og upplýsa þig um skilmálana.

Ég er með valkvíða, hvaða botnar & krem fara vel saman?

Þetta er erfiðasta spurningin sem við fáum!
Það er nefnilega rosalega mismunandi hvað hverjum og einum þykir gott.
Við elskum að prófa eitthvað nýtt þegar kemur að bragðtegundum svo við kvetjum fólk alltaf til þess að virkilega hugsa um hvað því þyki gott þegar kemur að vali.
Sumir elska þrista á meðan aðrir bara geta ekki lakkrís. Ef þú elskar skittles veldu þá skittles krem!
Þó að það sé einfalt að velja bara súkkulaði köku með súkkulaði kremi gæti kakan verið svo margfalt betri með öðruvísi samsetningum.

Ef þú ert til í að prófa eitthvað nýtt og spennandi og taka kökuna á hærra level þá er það sem við mælum eindregið með eru kökubotnar með mousse og fyllingar, hvort sem þú villt auka 'crunch' með daim fyllingu eða ferskleika með berja fyllingu eða auka bragðmikið ávaxta curd. Dæmi:

Súkkulaði kaka + hvít súkkulaði mousse + hindberja curd
Vanillu kaka + Daim mousse + Daim fylling
Súkkulaði kaka + súkkulaði mousse + banana curd
Vanillu kaka + kókos krem + ananas curd
Vanillu kaka + hvít súkkulaði karamellu mousse + fersk jarðarber

En ef þú villt eitthvað einfalt og klasskískt er ágætt að fara eftir þessum viðmiðum.
Krem sem eru með einhverskonar súkkulaði kremi fara best með súkkulaði kökubotnum og krem með ávaxta bragði fara best með vanillu botnum að okkar mati, en að sjálfsögðu er líka mjög gott á hinn vegin líka. 
Það krem sem er klassískast með red velvet, gulrótar köku og sítrónu köku eru vanillu-, rjómaosta- eða sítrónu rjómaosta krem.
Karamellu kaka með karamellu kremi er alltaf klassísk.
Hér koma nokkrar klassískar samsetningar sem oft eru teknar saman, sérstaklega fyrir barna afmæli.
Súkkulaði kaka + súkkulaði krem
Súkkulaði kaka + vanillu krem
Vanillu kaka + vanillu krem
Vanillu kaka + alskonar ávaxta krem
Súkkulaði kaka + alskonar súkkulaði kremi s.s. mars, toblerone, dumle, þrista o.s.frv.

 

Hvernig á ég að færa 3ja, 4ra eða 5 hæða köku á milli staða?

Best er að mæta á bíl með háu skotti þar sem gólf flötur er flatur. Svona stórar kökur eru mjög massívar og í flestum tilfellum er stoð í gegnum alla kökuna og hún hefur verið í kæli hjá okkur nokkra stund áður en þær eru sóttar. Þannig að í flestum tilfellum ætti að vera nóg að keyra varlega eftir það.
Ef þú hefur áhyggjur eða hefur ekki nógu góðan bíl til umráða þá mælum við hiklaust með heimsendingu á veislustað þar sem við ábyrgjumst kökuna á leiðini. En slysin gera ekki boð á undan sér og ef þú villt fá enn meira öryggi í að kakan skili sér er í mörgum tilfellum hægt að fá uppsetningu á kökum á veislustað. Þ.e. kökunni er staflað á staðnum og engin þörf á ferðalagi fyrir svona háa köku, sem er vissulega aldrei áhættulaust.

Þarf að borga pöntunina strax þegar ég panta?

Nei ekki strax við pöntun. En þegar þú færð póst til baka með svari og útfærsla á pöntuninni komin á hreint þá verður þú beðin/n um að greiða staðfestingar gjald sem er 50% af heildarverði (eða alla pöntunina ef þess er óskað) með millifærslu eða á staðnum, rest er greitt við afhendingu.

Hvernig veit ég hvort að pöntunin mín verði framkvæmd?

Þegar þú hefur lagt inn pöntun þá færð þú sjálfvirkt svar ef pöntunin fór í gegn, það er ekki staðfesting á að pöntunin verði gerð heldur staðfesting að pöntunin er komin í kerfið. Haft verður samband við þig í tölvupósti og þegar komist er að niðurstöðu með útfærslur ertu beðin/n um að greiða staðfestingargjald, 50% af heildarverði.
Þetta staðfestingargjald þarf að berast innan við 3 sólarhringum fyrir afhendingu, þegar það hefur borist er það merki um að pöntunin þín verði klár á þeim tíma sem þú óskaðir eftir!

Get ég hætt við pöntunina ef ég er búin að borga staðfestingar gjald?

Já, þú getur hætt við. En eftir að staðfestingargjald berst er búið að taka frá plássið og það fæst því ekki endurgreitt.
Ef þú hefur hinsvegar borgað fullt gjald og pöntunin er ekki komin í vinnslu getum við endurgreitt 50% af pöntuninni (s.s. ekki staðfestingargjaldið)

Er hægt að fá heimsendingu?

Já það er hægt! Til að koma pöntuninni öruggri til þín er best að láta fagmennina sjá um það sem hafa skutlað kökum marg oft! Einnig ábyrgjumst við pantanir sem eru á leiðini í heimsendingunni ef eitthvað skyldi hnjaskast. Verð fer eftir magni sem sent er.

Takið þið að ykkur stórar fyrirtækja pantanir?

Ójá við ELSKUM stórar pantanir og finnst ótrúlega gaman að taka að okkur stór verkefni. Við erum alltaf uppfullar af hugmyndum hvort sem það eru starfsmanna gjafir eða fyrir stærri fyrirtækjahittinga.
Fyrir tilboð og frekari upplýsingar, hafið samband við okkur á pantanir@sykurverk.is

Takið þið að ykkur veisluþjónustu fyrir jarðarfarir?

Já við getum að sjálfsögðu tekið það að okkur. Á erfiðum tímum er gott að geta losnað við stressið við að sjá um veitingar fyrir erfidrykkjur og við viljum sannarlega létta undir. Veitum tilboð og góða afslætti, hafðu samband fyrir frekari upplýsingar á pantanir@sykurverk.is

bottom of page