top of page

Ráðgjöf/viðtal - Aðstoð við pantanir

00042
2.990 kr.
Á lager
1
Vörulýsing

Hér getur þú bókað viðtal við kökuskreytara.
Vinsamlegast hafið í huga áður en bókað er tíma í viðtal að allra minnst er 3-5 sólarhringa fyrirvari á pöntunum (Ef ekki er uppbókað)

Innifalið í bókun á viðtali:
Bókuð viðtöl eru 30 mínútur*. Í viðtalinu færð þú óspillta athygli, góðar ráðleggingar, við getum velt upp hugmyndum um útlit og þú færð aðstoð við samsetningu á brögðum.
Einnig getum við lagt inn pöntunina fyrir þig.
Innifalið er uppáhellt kaffi & hægt er að velja um að fá tíma með smakki eða ekki.

Viðtal með smakki:
Ef þú bókar viðtalstíma með smakki, þá færð þú að smá smakk af því sem við eigum til. Það getur verið t.d. Vanillu kaka - Súkkulaði kaka - Vanillu krem - Súkkulaði krem - Jarðarberja krem- Oreo krem - Karamellu krem.
Hægt er að setja óskir fyrir krem og við gerum okkar besta til að hafa það til þegar þú mætir.
Mousse & curd gerum við nánast eingöngu fyrir sérpantanir og eru þau þar af leiðandi ekki oft til en hægt er að sérpannta smakk gegn auka gjaldi.

**Smakk eru ekki heilar kökusneiðar heldur engöngu smakk í skeiðum eða litlum doppum á disk til að finna bragðið**

En get ég ekki bara mætt á staðinn og fengið svör við spurningum?
Jú vissulega reynum við að svara spurningum á staðnum en það getur verið erfitt þar sem verið er að afgreiða kaffihúsagesti á sama tíma. Þess vegna er ráðlagt að bóka tíma í viðtal til þess að fá að spjalla í ró og næði, einnig til þess að ekki verði á misskilningur ef að við erum t.d. að gera kaffi eða skera kökusneiðar á meðan við svörum fyrirspurnum.
En að sjálfsögðu er hægt að senda inn fyrirspurnir í tölvupósti og við svörum þeim að kostnaðar lausu.

En get ég ekki pantað bara þegar ég mæti á kaffihúsið?
Ekki er hægt að panta á staðnum án þess að bóka viðtals tíma þar sem að mörgu er að huga við köku/veislupantanir s.s. brögð & útlit, stærð & fleira. Til þess að passa að allt sé rétt viljum við þess vegna fá allar pantanir í gegnum vefinn eða í viðtals tímum þar sem þú færð óáreittann tíma frá kökuskreytara.


*Rukkað verður um annan tíma fari viðtalið yfir 30 mínútur


Vista þessa vöru
bottom of page