top of page

Cupcakes

00014
0 kr.
Á lager
1
Vörulýsing

Vinsamlegsat athugið að allra minnsti fyrirvari pantanna eru 3 sólarhringar, ef óskað er eftir flýti afgreiðslu þarf a.m.k. sólarhring ef laust pláss er fyrir valinn dag


Cupcakes eru frábær og falleg viðbót við veisluna eða í kaffiboðið.

Þær koma alltaf með einhverju viðeigandi ofaná, svo sem sprinkles, sælgætisbitum eða þess háttar og við reynum að koma til móts við litaþema í veislum þegar við á.

Þú velur botn og krem - ef þú vilt hafa þær extra djúsí þá eru fyllingar æðislegar!

*Fyllingar eru eingöngu fyrir venjulegar cupcakes, ekki mini*

Stærðir:

  • Hefðbundin stærð er eins og um hálf kökusneið
  • Minni stærðin er um 1-2 munnbitar

Allar okkar vörur eru bakaðar með okkar eigin uppskriftum úr hágæða hráefnum og eru flest kremin á listanum gerð með yndislegu, silki mjúku smjörkremi sem inniheldur m.a. íslenskt smjör og bræddan sykur sem kemur út í mjúkri áferð annað en klassíska smjörkremið með flórsykrinum sem íslendingar hafa vanist.

**Ath. ávaxta kremin okkar eru gerð með bragðefnum, sé óskað eftir ekta ávöxtum mælum við með curd eða ferskum ávöxtum í fyllingu ásamt t.d. vanillu kremi**


Vegan - mjólkur- og eggjalaust

Við bjóðum upp á vegan/mjólkur-eggja lausa súkkulaðibotna. Flest kremin er hægt að gera mjólkur og eggjalaus/vegan en *stjörnumerkt* krem og fyllingar innihalda mjólkurvörur/egg/dýraafurðir og er EKKI hægt að gera vegan.

Ef um ofnæmi er að ræða þarf alltaf að taka það fram svo við vitum það fyrir víst.

Vista þessa vöru
bottom of page