Um Sykurverk

Alla tíð höfum við mæðgur brallað mikið saman í eldhúsinu, hvort sem það var að baka pizzu í kvöldmat, kanilsnúða með kaffinu eða jafnvel búa til ferminartertur fyrir fjölskylduna. Alltaf höfum við unnið sérstaklega vel saman og áttum okkur allar hver sitt hlutverk; Mamma bakaði kökur og setti saman, Þórunn er snillingur að setja sykurmassann yfir kökuna og Karolína sá um skreytingarnar. Nú þegar við erum búnar að vinna saman í þetta langan tíma þá höfum við kennt hvor annari verkefni hvors annars og vinnum vel saman hvert sem verkefnið er.

Hvernig byrjaði hugmyndin af Sykurverki?

Hugmyndin byrjaði í kollinum á Karolínu, hún hafði byrjað að spreyta sig í kökuskreytingum rétt áður en að dóttir hennar fæddist árið 2016 þar sem henni langaði læra að gera fallegar kökur fyrir kynjaveislur og afmælisveislur framtíðarinnar, þar sem að mamma hafði alltaf gert allar afmæliskökur sama hvað var beðið um af okkur systkinunum, hvort sem það var snákaspil, svampur sveinsson eða jafnvel Sylvía Nótt! Mamma setti sko ekkert fyrir sig í þessu og það langaði Karolínu að geta gert fyrir sín börn líka.
Það má með sanni segja að æfingin skapi meistarann á því sviði miðað við fyrstu afmæliskökuna sem var gerð af hennar höndum, en það sem mátti betur fara ákvað hún að leita á heim internetsins og lærði allt það sem hún gat er varðaði kökuskreytingar. Svo kom upp sú staða að uppskriftir sem hún fann hér og þar voru bara ekki alveg að gera sig, svo hún tók sig til, fékk sér krass bók og fínpússaði og bjó til sínar eigin uppskriftir, því það er okkar mottó - bragðið skiptir mestu máli!
Við erum mjög stolltar af því að eiga okkar eigin uppskriftir og þykir mjög vænt um þær.
Þó að Karolína hafi lært margt þýðir það ekki að hún hafi verið ein í þessu, hún fékk alltaf Mömmu og Þórunni til að aðstoða sig í eldhúsinu fyir veislur, Mamma sá um rjómatertur og veislumatinn og Karolína og Þórunn töfruðu fram afmæliskökurnar. Karolína kenndi systur sinni vel alla þá reynslu sem hún var búin að sanka að sér og þá var komið að stóru spurningunni...

Þetta er ótrúlega skemmtilegt og gefandi, að gera fallegar og góðar kökur og sjá gleðina í augum fólks þegar það sér fallegar kökur og smakkar á þeim og að heyra að þær séu syndsamlega góðar, hvernig getum við gert þetta oftar???

Karolína og Þórunn komust að niðurstöðu, þær vildu stofna fyrirtæki; veisluþjónustu. Fullkomið þar sem að Þórunn var rétt að klára námið sitt í framhaldsskóla og vantaði vinnu. Þær leituðu lengi að húsnæði en fengu síðan tækifæri á að taka við reksti á litlu kaffihúsi og fannst það hljóma mjög vel. Það gekk fremur brösulega fyrir sig og nenntu þær ekki að standa í því lengur þar sem þær sáu auglýstan veitingastað til sölu, vissulega var þetta mun stærra batterí heldur en litla veisluþjónustan sem þær ætluðu sér upprunalega að vera með og voru ekki alveg vissar með þetta en náðu að tala Mömmu út í þetta með sér þar sem hún var einmitt búin að ákveða að hætta sem dagforeldri eftir um 20 ár, en var ekki búin að finna sér annað starf, svo þær þrjár ákváðu að opna kaffihús ásamt veisluþjónustu! Eitthvað sem Mamma var búin að velta fyrir sér í gegnum tíðina, hvað það væri æðislegt að eiga sitt eigið kaffihús, en virtist alltaf svo fjarlægur draumur.

Nú er draumurinn orðinn að veruleika Karolína og Þórunn fá að gleðja fólk og spreyta sig á allskonar fallegum Sykurverkum alla daga og Mamma fær að reiða fram rjómaterturnar, brauðterturnar og alla sína ómótstæðilegu rétti ásamt uppáhálds kaffinu sínu, og allt þetta gerum við saman, alla daga - það er draumurinn

DSC01802_edited.jpg
91995899_641883053331395_314464715000512

Sykurverks Mæðgur

91995899_641883053331395_314464715000512
DSC01862.jpg

Helena

Guðmundsdóttir

Mamman
Eigandi - Stjórnarformaður
Brauð- og rjómatertusérfræðingur.
Fædd 1974, gift 3ja barna móðir sem hefur alltaf haft mikinn áhuga á bakstri.

DSC01858.jpg

Karolína
Helenudóttir

Stóra systir
Eigandi - Framkvæmdarstjóri
Uppskriftarsérfræðingur og kökulistamaður.
Fædd 1995, trúlofuð 3ja barna móðir, hefur ótrúlegan áhuga á fallegum skreytingum og spennandi samsetningu á brögðum.

DSC01874.jpg

Þórunn Jóna
Héðinsdóttir

Litla systir
Eigandi - Varaformaður
Kökulistamaður og kaffibarista.
Fædd 2001, einhleyp, finnst ótrúlega gaman að reiða fram fallega kaffibolla með skemmtilegu mynstri. Smitaðist af baksturs og skreytinga áhuga af mömmu og stóru systir og hefur náð gríðarlega góðum tökum á kökulistinni.