top of page

Skilmálar Sykurverks
- Take-away

Við hjá Sykurverk viljum að sjálfsögðu að allir þeir sem versla hjá okkur séu ánægðir. Til að tryggja það og koma í veg fyrir misskilning koma hér fram nokkrir skilmálar sem er vert að lesa yfir áður en pantað er.

  • Allur matur pantaður á vefsíðu fer í take-away box og er ekki ætlaður til þess að borða á staðnum.

  • Þegar valið er að sækja pöntun "ASAP" þá þýðir það að við munum útbúa pöntunina við fyrsta tækifæri en viðmiðunar tími er um 15 mínútur, þó getur pöntunin verið örlítið lengur í bígerð ef margar pantanir komu inn á undan.

  • Hægt er að velja um að borga á staðnum eða klára greiðsluna í gegnum Rapyd með korti. 
    Ef ógreidd pöntun verður ekki sótt, þá hefur starfsfólk Sykurverks rétt til að bíða með að framkvæma næstu pantanir frá viðkomandi þar til viðkomandi er kominn á staðinn.

  • Pantanir verða að vera sóttar innan við 60 mínútur frá skráðum afhendingartíma, eftir það verður máltíðin tekin frá.

  • Ef um afsláttarkort er að ræða svo sem eldri borgara eða skóla afsláttur, þarf að sýna kort í afgreiðslu til að fá afsláttinn.

  • Verð á vefsíðu eru birt með fyrirvara um villur og geta breyst án fyrirvara til að samræmast verðskrá Sykurverk Café

Skilmálar Sykurverks
- veislupanta
nir

Við hjá Sykurverk viljum að sjálfsögðu að allir þeir sem versla hjá okkur séu ánægðir. Til að tryggja það og koma í veg fyrir misskilning koma hér fram nokkrir skilmálar sem er vert að lesa yfir áður en pantað er.
 

  • Að senda inn pöntun í gegnum vefsíðuna okkar er ekki staðfesting á að pöntun verði framkvæmd. Það getur komið upp sú staða að við séum upp bókaðar fyrir ákveðna dagsetningu, þess vegna munt þú fá persónulegan tölvupóst eða símtal til staðfestingar á pöntuninni eða vera látin vita ef til þess kemur að ekki sé hægt að verða við henni á þeirri stundu sem valið var.

  • Staðfestingar gjald (50% af heildar upphæð) skal greitt, annað hvort með millifærslu eða á staðnum, svo að pöntunin sé talin staðfest. Staðfestingargjald þarf að hafa borist eigi síðar en 3 sólarhringum fyrir afhendingu (gefið að enn séu næg pláss laus fyrir þann tíma) ef engin greiðsla hefur borist verður metið svo að pöntunin teljist óstaðfest og verður ekki framkvæmd. Eftir að staðfestingargjald hefur verið móttekið er plássið frátekið og undirbúnings/hugmyndavinna hafin.
    Staðfestingargjald er því óafturkræft og er ekki endurgreitt þó afbókað sé.

  • Sykurverk áskilur sér rétt á að krefjast staðfestingargjalds eða fella niður pöntun fyrr ef biðlisti hefur myndast, en ávallt verður send áminningar póstur áður en það verður gert. Best er að greiða það strax til að taka frá plássið.

  • Afbóka þarf með 3ja sólahringa fyrirvara, þar sem búið er að taka frá plássið og eftir þann tíma erum við oft byrjaðar á skreytingum o.þ.h.
    Ef skyndilega þarf að afbóka og greidd hefur verið full greiðsla þá verður endurgreitt 50% af pöntuninni en skv. fyrri lið skilmála er staðfestingargjald ekki endurgreitt þar sem búið var að taka frá plássið og því mögulega búið að vísa öðrum frá ásamt því að undirbúnings vinna var einnig hafin.

  • Þegar pöntun er sótt er hún ávalt sýnd þeim aðila sem sækir, ef eitthvað er ekki ásættanlegt í útliti er best að láta vita áður en pöntunin er tekin svo við getum gert úrbætur eða lagað villur. Þegar pöntunin er farin út af staðnum þá er útlitið talið gott og samþykkt.

  • Pöntun skal sótt þann dag sem pöntun segir til um. Ef pöntun er ekki sótt, mun pöntunin verða áfram seld næsta dag.
    Ef um breytingar á tímasetningu er að ræða skal ávalt hafa samband svo að við getum gert ráð fyrir breytingunum.

  • Ef pöntuð er samsetning af kremi/botn/fyllingu t.d. sem viðkomandi finnst ekki bragðast nógu vel saman, tökum við ekki ábyrgð á því þar sem við hjá Sykurverki vinnum allar okkar uppskriftir eftir bestu getu og pössum vel upp á bragð en getum ekki ábyrgst að allt það sem við bjóðum upp á passi vel saman, ef þú vilt fá ráðleggingar um samsetningu þá er það minnsta málið, endilega hafðu samband.

  • Ef eitthvað ofnæmi er til staðar þarf að láta sérstaklega vita af því svo við getum passað til hins ýtrasta að ekkert smitist af ofnæmisvaldi í pöntunina. Vert er að taka fram að þó að við pössum vel upp á allt hreinlæti þá geta vörurnar okkar mögulega innihaldið snefil af helstu ofnæmisvöldum þar sem við vinnum með víðtækt hráefni í eldhúsinu.

  • Þegar pöntun er farin út af staðnum er hún farin úr okkar ábyrgð. Skemmist kaka á leiðini eða á veislustað er það því miður ekki eitthvað sem við getum ábyrgst. Best er að einhver haldi á pöntun á leið á veislustað eða að hún sé sett á flatt yfirborð svo sem í skottið á bílnum og skorðuð þar af, aldrei leggja pöntunina í sæti þar sem bílsæti eru oft sleip og með halla. Ef þú ert óörugg/ur um flutning er hægt að panta sendingu, þá ábyrgjumst við að pöntunin skili sér heil á húfi innan Akureyrar. Ef svo óheppilega verður að pöntun verði fyrir tjóni þegar hún er komin úr okkar ábyrgð er samt alltaf hægt að hafa samband við okkur og við skoðum hvort að við komumst í útkall á staðinn til að reyna okkar besta í að lagfæra pöntunina gegn útkallsgjaldi.
     

  • Ef viðtakandi heimsendingu er ekki heima og/eða næst ekki í hann í síma, þá verður hægt að nálgast pöntunina á kaffihúsinu á opnunartíma. Heimsendingar gjald er ekki endurgreitt ef sú staða kemur upp. 
     

  • Sendingar út á land: Við getum ekki stýrt því hvernig sendingum er hagað í flugfraktinni, en við merkjum allar sendingar vel og skilum þeim vel frá okkur á völlinn. Ef veitingar eru sendar með frakt er sending komin í ábyrgð kaupanda.

  • Ef keyptar eru stakar skreytingar hjá okkur sem eru í góðu standi þegar þær fara út af staðnum, ábyrgjumst við ekki ef skreyting skemmist t.d. við tilfærslu yfir á köku.

  • Verð á síðunni eru birt með fyrirvara um villur og geta breyst án fyrirvara.

bottom of page