
Skilmálar fyrir pantanir
Við hjá Sykurverk café viljum að sjálfsögðu að allir þeir sem versla hjá okkur séu ánægðir. Til að tryggja það og koma í veg fyrir misskilning koma hér fram nokkrir skilmálar sem er vert að lesa yfir áður en pantað er.
-
Að senda inn pöntun í gegnum vefsíðuna okkar er ekki staðfesting á að pöntun verði framkvæmd. Það getur komið upp sú staða að við séum upp bókaðar fyrir ákveðna dagsetningu, þess vegna munt þú fá tölvupóst eða símtal til staðfestingar á pöntuninni eða vera látin vita ef til þess kemur að ekki sé hægt að verða við henni á þeirri stundu sem valið var.
-
Afbóka þarf með 3ja sólahringa fyrirvara, þar sem búið er að taka frá plássið og eftir þann tíma erum við oft byrjaðar á skreytingum o.þ.h. Ef skyndilega þarf að afbóka eftir þennan tíma er afbókunargjald 50% af heildar verði pantannar.
-
Þegar pöntun er sótt er hún ávalt sýnd þeim aðila sem sækir, ef eitthvað er ekki ásættanlegt í útliti er best að láta vita áður en pöntunin er tekin. Ef pöntunin er tekin út af staðnum þá er útlitið talið gott og samþykkt.
-
Ef pöntuð er samsetning af kremi/botn/fyllingu t.d. sem viðkomandi finnst ekki bragðast nógu vel saman, tökum við ekki ábyrgð á því þar sem við hjá Sykurverki vinnum allar okkar uppskriftir eftir bestu getu og pössum vel upp á bragð en getum ekki ábyrgst að allt það sem við bjóðum upp á passi vel saman, ef þú vilt fá ráðleggingar um samsetningu þá er það minnsta málið, endilega hafðu samband.
-
Ef eitthvað ofnæmi er til staðar þarf að láta sérstaklega vita af því svo við getum passað til hins ýtrasta að ekkert smitist af ofnæmisvaldi í pöntunina.
-
Þegar pöntun er farin út af staðnum er hún farin úr okkar ábyrgð. Skemmist kaka á leiðini eða á veislustað er það því miður ekki eitthvað sem við getum ábyrgst. Best er að einhver haldi á pöntun á leið á veislustað eða að hún sé sett á flatt yfirborð svo sem í skottið á bílnum og skorðuð þar af, aldrei leggja pöntunina í sæti þar sem bílsæti eru oft sleip og með halla. Ef þú ert óörugg/ur um flutning er hægt að panta sendingu, þá ábyrgjumst við að pöntunin skili sér heil á húfi innan Akureyrar.
-
Við getum ekki stýrt því hvernig sendingum er hagað í fraktinni, en við merkjum allar sendingar vel og skilum þeim vel frá okkur á völlinn. Ef veitingar eru sendar með frakt er sending komin í ábyrgð kaupanda.
-
Ef keyptar eru stakar skreytingar hjá okkur sem eru í góðu standi þegar þær fara út af staðnum, ábyrgjumst við ekki ef skreyting skemmist t.d. við tilfærslu yfir á köku.
-
Verð á síðunni eru birt með fyrirvara um villur og geta breyst án fyrirvara.