Kremið okkar

Flest okkar krem eru í grunnin ítalskt smjörkrem, þar bræðum við sykurinn saman við kremið, í stað þess að notast við hefðbundið krem með flórsykri. Útkoman er silki mjúkt og gómsætt krem. Hafa ber í huga að ávaxta kremin okkar eru gerð með bragðefnum, ef óskað er eftir ekta ávaxta bragði mælum við með að taka fyllingu af ferskum ávöxtum eða búðing (curd). 

Stærð á kökum

Kökur eru breytilegar í útliti eftir því fyrir hve marga kakan á að vera, á hverri stærð af köku á pantanar síðunni stendur hversu stórar kökurnar eru.

Útilit

Kökurnar okkar eru handgerð verk og því getum við aldrei lofað því að útkoman verði nákvæmlega eins og beðið er um á myndum en að sjálfsögðu reynum við okkar besta

Skilmálar

Áður en pantað er, er mikilvægt að kynna sér skilmálana okkar: Skilmálar

Myndir

Myndir af kökum segja oft meira en orð geta lýst, ef þú ert með sérstakt útlit í huga er frábært ef þú leggur inn pöntun og sendir okkur svo myndir í tölvupósti á: pantanir@sykurverk.is með pöntunar númeri í lýsingu.

Svar við pöntun

Pantanir sem lagðar eru inn á heimasíðunni eru ekki staðfestar fyrr en staðfestingar tölvupóstur hefur verið sendur. Hafið samband ef ekki hefur borist svar eftir sólarhring.

Hentugar upplýsingar áður en þú pantar

Stoðir

Kökur á 2 eða fleiri hæðum eru með stoðir í neðri kökunni/kökunum og spjaldi á milli hæða til að tryggja það að kakan sígi ekki og þar sem spjald er á milli er ekkert mál að skera sneiðar af kökunni.

Kælir eða ekki?

Kökurnar okkar bragðast lang best við stofuhita, þá er kremið svo silkimjúkt! Gott er að miða við að hafa kökuna við stofuhita í 2-3 tíma áður en hún er borðuð. Ef veislan er ekki samdægurs er gott að geyma kökuna í kæli. (Sykurmassa fígúrur þarf að taka af, þær geta lekið í kæli)