top of page

Persónuvernd Sykurverks

Persónuverndar stefna
 

Okkur hjá Sykurverk ehf. er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem við meðhöndlum.

Í persónuverndar stefnu okkar kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn.
Markmið okkar er að starfsmenn, viðskiptavinir og aðrir einstaklingar, eins og við á hverju sinni, séu upplýstir um hvernig við söfnum og vinnum með persónuupplýsingar.

 

Ábyrgð
 

Sykurverk ehf. kt. 450393-3129, hér eftir nefnt Sykurverk. Við vinnum og meðhöndlum persónuupplýsingar sem við söfnum sem söluaðilli.
 

Við erum staðsett í Brekkugötu 3, 600 Akureyri og erum ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru okkur. Hægt er senda skriflega fyrirspurn til okkar um meðferð persónuupplýsinga á netfangið sykurverk@sykurverk.is
 

Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga
 

Við söfnum upplýsingum um starfsmenn, viðskiptavini, og birgja sem okkur er skylt að varðveita í samræmi við lög og reglur, samninga, samþykki hins skráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna ábyrgðaraðila.
 

Við söfnum persónupplýsingum um viðskiptavini okkar í eftirfarandi tilgangi:
 

  • Til að veita þeim aðgang að vörum og þjónustu í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga.

  • Til að tryggja að þjónusta sé löguð að þeirra þörfum.

  • Til að miðla til þeirra upplýsingum í markaðslegum tilgangi.
     

Við söfnum einungis upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að veita ráðgjöf eða þjónustu hverju sinni. Kjósi viðskiptavinur að veita ekki persónuupplýsingar er möguleiki á að við getum ekki útvegað viðkomandi aðila vörur eða veitt þjónustu.
 

Miðlun persónuupplýsinga
 

Við munum aldrei nýta persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir. Við geymum aldrei persónuupplýsingar lengur en nauðsynlegt þykir í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga.
 

Við munum aldrei miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila nema að fengnu samþykki eða í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga. Við áskiljum okkur þó rétt til að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi eða verktaki á okkar vegum, og þá í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita viðskiptavinum þjónustu eða vöru sem viðskiptavinur hefur gert samkomulag um. Við afhendum vinnsluaðilum einungis þær persónuupplýsingar sem þykja nauðsynlegar til að ná framangreindum tilgangi.
 

Í þeim tilfellum þegar þriðji aðili (vinnsluaðili) fær aðgang að persónuupplýsingum, tryggjum við trúnað og að gögnum sé eytt að vinnslu lokinni. Við leigjum aldrei eða seljum persónulegar upplýsingar um viðskiptavini.
 

Aðilar sem vert er að nefna sem nauðsynlegt gæti þótt að afhenda vissar persónuupplýsingar í takt við skilmála þessa eru allir með strangar persónuverndar stefnu og í takt við ríkjandi lög.
Þar ber að nefna Borgun og Salt pay vegna greiðslu fyrir vörur og þjónustu, og regla.is sem er bókhalds og sölukerfið okkar.

 

Öryggi gagna
 

Við leggjum mikla áherslu á að tryggja að varðveislu persónuupplýsinga sé háttað á öruggan máta. Við tryggjum að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að tryggja mesta öryggi gagna hverju sinni.
 

Persónuverndarstefna okkar er endurskoðuð reglulega og er stefna okkar að vera eins skýr og berorð um hvernig við söfnum persónuupplýsingum og í hvaða tilgangi upplýsingarnar eru notaðar. Við áskiljum okkur rétt til þess að breyta persónuverndarstefnunni hvenær sem er, án fyrirvara.
 

Allar fyrirspurnir um meðhöndlun persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu okkar skal senda okkur í tölvupósti á sykurverk@sykurverk.is

bottom of page