
Sykurverk Café
-Kaffihús og
veisluþjónusta
Er veisla framundan?
* Myndir af kökum í vefverslun eru eingöngu til að sýna stærð*
Við gerum veislukökur eftir óskum fyrir öll tilefni. Allar pantanir fara í gegnum heimasíðuna - ýttu hér fyrir vefverslun.

Girnilegar kræsingar
Á kaffihúsinu hjá okkur mæðgum, færðu handgerðar franskar makkarónur, gómsætar kökur, cupcakes, vegan valkosti, crêpes, brauðtertur og veislumat. Hægt er að setjast inn í krúttlega, fallega bleika kaffihúsið okkar, taka með sér góðgæti heim og njóta þar eða panta veitingar og kökur fyrir veisluhöld. Allar kræsingarnar okkar eru handgerðar á staðnum og kaffið okkar er einstaklega ljúffengt lífrænt kaffi frá Perú, Honest organic, með UTZ vottun. Þú finnur okkur í miðbænum á Akureyri.
